Einar sem er á 26. aldursári og á sínu þriðja tímabili með Mosfellingum, er gríðarlega sterkur og útsjónarsamur varnarmaður. Hann er uppalinn í Val og var það hvalreki að fá hann til liðs við Aftureldingu.
Stærsti hluti hópsins er nú kominn saman og til gamans má geta að núverandi meðalaldur leikmanna er um 22.6 ár og tæplega 70% uppaldir í Aftureldingu.
Í samræmi við stefnu stjórnar verður ekki sóst eftir erlendum leikmönnum enda um að ræða gríðarlega öflugan hóp stráka sem einkennist af dugnaði, jákvæðni, gleði og síðast en ekki síst með hjartað á réttum stað. Virkilega góðar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur.
Það er svo sannarlega til margs að hlakka til, næsta fótboltasumar í Mosfellsbæ og klárlega spennandi fyrir Mosfellinga að fylgjast vel með.