Einar sem er á 27. aldursári og á sínu fjórða tímabili með Mosfellingum, er gríðarlega sterkur og útsjónarsamur varnarmaður. Hann er uppalinn í Val og var það hvalreki að fá hann til liðs við Aftureldingu.
Stærsti hluti leikmannahópsins er nú þegar búinn að spila saman lengi og er að finna gríðarlegan metnað í hópnum að gera vel á komandi leiktímabili.
Stjórn félagsins lýsir yfir ánægju með ákvörðun Einars og verður gaman að fylgjast með honum og hópnum á komandi ári.