Um helgina fór fram fyrsta knattspyrnumótið í Fellinu, nýju knatthúsi að Varmá. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt stórskemmtilegt mót fyrir iðkendur í 8. flokki og tóku tæplega 200 keppendur þátt í mótinu.
Lambhagi er aðalstyrktaraðili mótsins stóðu þau Hafberg og Hauður frá Lambhaga vaktina allt mótið og veittu öllum þátttakendum verðlaunapening ásamt Lambhagasalati og fersku íslensku vatni.
Meistaraflokkur kvenna hjá Aftureldingu á hrós skilið fyrir skipulagningu og framkvæmd mótsins sem þótti takast afar vel. Mikil gleði einkenndi keppendur mótsins sem nutu þess að keppa við frábærar aðstæður í Fellinu.
Afturelding vill þakka keppendum fyrir þátttökuna og vonast til að sjá sem flesta á nýjan leik að ári! Einnig þökkum við Lambhaga sérstaklega fyrir stuðninginn!