Georg Bjarnason og Kári Steinn Hlífarsson hafa gengið til liðs við Aftureldingu en þeir hafa báðir skrifað undir tveggja ára samninga hjá félaginu. Báðir leikmennirnir eru fæddir 1999 og voru því að ganga upp úr öðrum flokki síðastliðið haust.
Georg kemur frá Víkingi R. en hann er fjölhæfur miðju og varnarmaður. Hann var í lykilhlutverki hjá öðrum flokki Víkings síðastliðið sumar.
Kári Steinn er miðjumaður en hann hjálpaði KFG upp úr 3. deildinni síðastliðið sumar. Eftir tímabilið var Kári valinn efnilegastur hjá KFG. Hann fór einnig til þýska 4. deildarliðsins SV Straelen á reynslu í vetur.
Georg og Kári spiluðu báðir leiki með Aftureldingu í Fótbolta.net mótinu og þeir eru komnir með leikheimild fyrir fyrsta leik í Lengjubikar gegn Fram í kvöld kvöld. Sá leikur fer fram á gervigrasvelli Fram í Safamýri klukkan 19:00.