Afturelding á ný í toppsætið eftir frábæran sigur

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Aft­ur­eld­ing er kom­in aft­ur í topp­sæti Grill 66-deild­ar kvenna í hand­bolta eft­ir naum­an 29:27-sig­ur á Fram U að Varmá í gærkvöldi. Fram var með 14:12-for­ystu eft­ir fyrri hálfleik­inn en Aft­ur­eld­ing var sterk­ari í seinni hálfleik.

Jón­ína Líf Ólafs­dótt­ir átti mjög góðan leik fyr­ir Aft­ur­eld­ingu og skoraði tíu mörk og Þóra María Sig­ur­jóns­dótt­ir gerði níu. Kiyo Ina­ge bætti við sex. Hjá Fram U var Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir með sjö mörk og Svala Júlía Guðmunds­dótt­ir sex.

Aft­ur­eld­ing missti topp­sætið í hend­ur ÍR í gær­kvöldi, en fór upp í 25 stig með sigr­in­um í kvöld og er nú stigi á und­an ÍR. Fylk­ir kem­ur þar á eft­ir í þriðja sæti með 21 stig.

Efsta sæti deild­ar­inn­ar gef­ur sæti í deild þeirra bestu á meðan 2.-4. sæti keppa í um­spili um eitt laust sæti í efstu deild, ásamt því liði sem hafn­ar í næst­neðsta sæti Olís­deild­ar­inn­ar.

Leikurinn var í beinni útsendingu á AftureldingTV og í fyrsta sinn var leiknum lýst. Leikinn má sjá hér að neðan.