Leikurinn fer þannig fram að tveir mynda hvern hóp og gefa honum nafn. Þessir tveir aðilar fá sitthvorn getraunaseðilinn á hverjum laugardegi þær 10 vikur sem leikurinn stendur yfir, til að senda inn í hópaleikinn. Sá sem hefur betra skor hverju sinni telur fyrir þeirra hönd í keppninni.
Strax á fyrsta degi er öllum hópunum skipt niður í riðla, innbyrðis keppni í riðlinum getur verið spennandi , sem og að bera skor síns hóps saman við besta skor í hinum riðlunum.
Riðlakeppnin í leiknum verður í 10 vikur, að þeim loknum tekur við fjögurra vikna úrslitakeppni þar sem öll liðin í fyrsta og öðru sæti í hverjum riðli verða í úrvalsdeild en hin liðin í neðrideildinni. Í lokin verður krýndur hópur sem hlýtur nafnbótina Getraunameistari Aftureldingar !! En ekki má gleyma því að neðrideildarmeistarar hljóta líka sín verðlaun, auk þess sem annað og þriðja sætið í hvorum riðli er verðlaunað.
Öllum sem taka þátt í hópaleiknum er boðið í morgunverð á meðan spáð er í getraunaseðilinn á Hvíta riddaranum hvern laugardag. Einnig er innifalið í þátttökugjaldinu boð fyrir alla hópana í veglegt lokahóf þar sem verðlaunaafhendingin fer fram
Með þessu boði til þín um að taka þátt í hópaleiknum fylgir gjafabréf frá veitingastaðnum Hvíta riddaranum. Það er merki um það það Afturelding og Hvíti riddarinn hafa tekið höndum saman um að efla starfið innan knattspyrnudeildar með ýmsum hætti á komandi ári.
Við hlökkum til að sjá sem flesta af félögum og velunnurum knattspyrnudeildar koma saman á laugardögum í vetur og eiga skemmtilegar stundir við að tippa í getraunaleik félsgsins, sem og að eiga gott spjall yfir kaffibolla og horfa á leiki sem sýndir verða á Hvíta riddaranum.