Knattspyrnudeild endurnýjar samninga

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Mikill uppgangur er nú hjá Aftureldingu sem ætlar sér stóra hluti á komandi knattspyrnusumri.
Liðið var hársbreidd frá því að fara aftur upp í fyrstu deild í fyrra og nú á að stíga skrefið til fulls. Gaman er að geta þess að allir leikmennirnir sem undirrituðu samninga að þessu sinni eru uppaldir í Mosfellsbæ, utan Írans John Andrews sem verið hefur með liðinu frá árinu 2008. Á næstunni mun Knattspyrnudeildin svo ljúka við að semja við fleiri leikmenn.
Meðfylgjandi mynd er frá undirrituninni. Efri röð frá vinstri: Þorsteinn Magnússon þjálfari og Pétur Magnússon formaður meistarflokksráðs karla. Neðri röð frá vinstri: Arnór Snær Guðmundsson, Wentsel Steinarr R. Kamban, Sigurbjartur Sigurjónsson,  Sævar Freyr Alexandersson, Axel Lárusson og John H. Andrews