Gísli Martin til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Bakvörðurinn Gísli Martin Sigurðsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Aftureldingu. Gísli er 21 árs og er uppalinn hjá Breiðablik. Hann lék með Njarðvík í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og ÍR tímabilið 2018.

Gísli Martin er kraftmikill bakvörður, sókndjarfur með mikla hlaupagetu og mun passa vel inn í leikmannahóp Aftureldingar. Gísli lék í æfingaleik með Aftureldingu sl. föstudag og heillaði þjálfara Aftureldingar. Hann varð Íslandsmeistarari með 2. flokk Breiðabliks árið 2016.

Gísli skrifaði undir samning við félagið í kvöld og er hann fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Aftureldingu eftir að Magnús Már Einarsson og Enes Cogic tóku við þjálfun liðsins.

Afturelding býður Gísla velkominn í til félagsins!

Myndir/Raggi Óla

Agnar Freyr Gunnarsson, formaður meistaraflokksráðs, Gísli Martin SIgurðsson, og Magnús Már Einarsson, þjálfari mfl. karla.