Glæsilegur árangur hjá 3.flokki karla

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Undanúrslitaleikurinn fór fram á Varmárvelli á föstudag og mættu strákarnir þar öflugu liði Breiðabliks sem vann A-deildina eftir harða keppni við Stjörnustráka. Okkar drengir náðu ekki að fella Blikana sem þar með leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við sinn aðalkeppinaut úr Garðabæ. Leikurinn fór 3-0 fyrir Breiðablik.

Strákarnir okkar hafa sýnt mikinn dugnað að ná þetta langt í Íslandsmóti sem er einn besti árangur sem karlalið úr Mosfellsbæ hefur náð um árabil og framtíðin því verulega björt og spennandi. Framkoma og framfarir hópsins hefur einnig verið til mikillar fyrirmyndar á tímabilinu og glæsilegir fulltrúar Mosfellsbæjar hér á ferð.

Knattspyrnudeild óskar öllum 3.flokki til hamingju með frábæran árangur sem og þjálfurum þeirra, Úlfi Arnari Jökulssyni og Einari Finnbogasyni og er um leið ánægja að tilkynna að þeir munu halda áfram sínu starfi hjá félaginu.