Hæfileikamót KSÍ og N1

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Úlfar Hinriksson þjálfari U-17 kvenna og Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar munu sjá um mótið og frá Aftureldingu mæta Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Úlfhildur Tinna Lárusdóttir.

Undanfarið hefur Halldór ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót  framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Knattspyrnudeild óskar þessum efnilegu stúlkum til hamingju með valið og góðs gengis um næstu helgi.