Halla er nítján ára gömul og er mjög efnilegur markmaður. Hún hefur alls leikið 14 leiki með meistaraflokki Aftureldingar og vakti athygli þegar hún leysti aðalmarkmann liðsins af hólmi seinni hluta sumarsins 2012 og stóð sig þá svo vel að hún var valin í U19 landslið Íslands þar sem hún hefur leikið 8 leiki.
Nú hefur Halla ákveðið að reyna fyrir sér í Kópavoginum og óskar knattspyrnudeild henni velfarnaðar og þakkar henni samstarfið í gegnum tíðina.