Birkir Ben með U 18 ára landsliði karla í Svíþjóð

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Stórskyttan okkar Birkir Benediktsson er í Svíþjóð um helgina að keppa  með U 18 ára landsliði karla en þeir spiluðu sinn fyrsta leik í gær í undanriðli EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Liðið mætti sterku liði heimamanna og töpuðu leiknum 21-31 fyrir Svíþjóð.
Í dag fór fram annar leikur Íslands,strákarnir komu mjög grimmir til leiks á móti Moldavíu og byrjuð leikinn af krafti. Þeir komust í 9-3 eftir 12 mín leik og staðan í hálfleik var 21-6. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn með látum og eftir 37 mín var staðan orðin 31-7. Leikurinn endaði með stórsigri Íslands 50-16. Vörnin var frábær í leiknum og skoruðu strákarnir 25 mörk úr hraðaupphlaupum.
Frábær sigur hjá íslenska liðinu og síðan þarf að fylgja þessum sigri eftir á morgun á móti Grikklandi sem vann Moldavíu í gær 27-23. Með sigri á morgun tryggja strákarnir sér þátttökurétt í Úrslitakeppni EM sem fram fer í Póllandi í ágúst en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram.
Leikurinn á móti Grikkjum er kl. 11 á morgun að íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með leikjunum í textalýsingu á slóðinni:

http://ticker.ehf.eu/

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Birki góðs gengis á morgun.