Helen valin í lið ársins

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Það kemur líklega ekki á óvart að það var Helen Lynskey sem hlotnaðist sá heiður en hún hefur átt frábært sumar með Aftureldingu, skoraði 7 mörk í 12 leikjum og kom við sögu í þónokkrum öðrum mörkum með beinum eða óbeinum hætti.

Helen er frá Rotherham í Englandi en kom til liðs við Aftureldingu frá Northwood háskólanum í Florida þar sem hún lék knattspyrnu við góðan orðstír.

Lið ársins í Pepsideildinni er þannig skipað að í marki stendur Sandra frá Stjörnunni, varnarmenn eru Anna Björk og Glódís Perla einnig frá Stjörnunni, Arna Sif frá Þór/KA og Ashley Blake Selfossi.

Á miðjunni eru Fanndís og Rakel frá Breiðablik, Sigrún Ella Stjörnunni og Kayla Grimsley Þór/KA og í framlínuna voru valdar þær Helen frá Aftureldingu og Harpa Þorsteins úr Stjörnunni.

Þjálfari ársins er Ólafur Þór frá Stjörnunni, Bríet Bragadóttir er besti dómarinn og stuðningsmenn Selfoss þeir bestu. Harpa Þorsteinsdóttir var svo valin besti leikmaður mótins og hún fékk einnig viðurkenningu fyrir besta mark ársins úr þeim leikjum sem voru sýndir á SportTV.