Leikmenn frá Aftureldingu í U17

Blakdeild Aftureldingar Blak

Landsliðsþjálfarar U17 ára landsliðanna hafa valið lokahópa sína fyrir ferðina til Kettering í Englandi.
Miglena Apostolova og Filip Szewczyk hafa valið lokahópa sína fyrir U17 ára landsliðin sem halda til Kettering í lok október. Liðin spila í NEVZA móti U17 ára landsliða sem nú halda í annað sinn til Kettering í Englandi.
Mótið í ár fer fram dagana 30. október til 2. nóvember. Liðin ferðast út 29. október og koma heim 3. nóvember.
Afturelding á 6 krakka í landsliðunum, og eiginlega 8 þar sem bæði Hildur Davíðsdóttir er úr Mosfellsbæ og alin upp hjá Aftureldingu og eins Hlynur Hólm Hauksson.
U17 ára landslið stúlkna er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Rósborg Halldórsdóttir, Aftureldingu
Sigdís Lind Sigurðardóttir, Aftureldingu
Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu
Elísabet Einarsdóttir, HK
Herborg Vera Leifsdóttir, HK
Arnrún Eik Guðmundsdóttir, KA
Hildur Davíðsdóttir, KA
Unnur Árnadóttir, KA
Bergþóra Þórarinsdóttir, KA
María Rún Karlsdóttir, Þróttur Nes
Aldís Ásgeirsdóttir, UMFG
Svana Björk Steinarsdóttir, UMFG
Þjálfari liðsins er Miglena Apostolova
U17 ára landslið drengja er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Bjarki Benediktsson, Afturelding
Kolbeinn Tómas Jónsson, Afturelding
Viktor Emile C Gauvrit, Afturelding
Elías Rafn Ólafsson, HK
Máni Matthíasson, HK
Theódór Óskar Þorvaldsson, HK
Stefán Örn Stefánsson, HK
Sigþór Helgason, HK
Kjartan Óli Kristinsson, Skellur
Valþór Ingi Karlsson, KA
Vigfús Jónbergsson Hjaltalín, KA
Hlynur Hólm Hauksson, Þróttur R
Þjálfari liðsins er Filip Szewczyk
Stefnt er að því að A landsliðsþjálfarar verði með liðunum einnig í Kettering. Sjúkraþjálfari verður Mundína Ásdís Kristinsdóttir og fararstjóri Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir. Dómarar fyrir íslenska hópinn verða landsdómararnir Kristján Geir Guðmundsson og Sigubjörn Árni Arngrímsson.