Hvíti riddarinn ræður þjálfara

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Bjarki mun áfram starfa sem yfirþjálfari barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar Aftureldingar og þjálfa 2. flokk félagsins.

Sem kunnugt er hefur Hvíti riddarinn á undanförnum árum verið dótturfélag meistaraflokks Aftureldingar.  Kostirnir við samstarfið hafa sannað gildi sitt en til að mynda fá þeir leikmenn sem komnir eru upp úr 2. flokki tækifæri til að halda áfram að stunda knattspyrnu í heimabyggð, þó svo þeir leiki ekki með meistaraflokki Aftureldingar. Einnig fá öflugir leikmenn 2. flokks tækifæri til að spreyta sig með meistaraflokksliði í 3. deild og öðlast þannig dýrmæta reynslu.

Mikill hugur er í leikmönnum Hvíta riddarans fyrir komandi tímabil, enda margir þar á ferð sem hafa æft undir leiðsögn Bjarka í yngri flokkum Aftureldingar.

Stutt er í fyrstu leiki í lengjubikar og leggja menn allt kapp á að mæta tilbúnir til leiks þar.
Á myndinni má sjá forseta knattspyrnudeildar Hvíta riddarans, Kristján Sigurðsson undirrita þjálfarasamning við Bjarka Má Sverrisson.