Páskaegg fyrir áhöldum

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Á síðasta ári keypti deildin ný áhöld fyrir um milljón en stjórn og foreldrar deildarinnar sáu um allar fjáraflanir. Einnig voru keypt notuð áhöld af Ármanni fyrir 400 þúsund sem einnig er búið að taka í notkun. Nú er hugmyndin að gefa í til þess að halda áfram núverandi uppbyggingu. 
Það er nú ekki verra að fá sér gott í gogginn um páskana og styrkja Fimleikadeildina í leiðinni. Allur ágóðinn af eggjunum rennur óskiptur til áhaldakaupa. Með samtakamætti tekst okkur þetta. Inga stjórnarkona tekur við pöntunum í netfanginu ingastebbi@simnet.is til 27. febrúar næstkomandi.