Blúsveisla í kvöld á Hvíta Riddaranum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Í kvöld, fimmtudaginn 23. febrúar, verður sannkölluð blúsveisla hér í Mosfellbænum. Blásið er til stórtónleika á veitingahúsinu Hvíta Riddaranum kl. 21 en þar mun Andrea Gylfadóttir koma fram ásamt hlljómsveitinni Future Blues Project. Tónleikarnir eru haldnir í fjáröflunarskyni fyrir Knattspyrnudeild Aftureldingar og verða að teljast hvalreki fyrir unnendur blússins enda er sennilega enginn fremri Andreu að túlka og syngja blús. Í hljómsveit Andreu spila gítarleikarinn Jóhann Jón Ísleifsson (Jonni) sem búið hefur í Mosfellsbænum um árabil, Haraldur Gunnlaugsson gítaleikari, trommuleikarinn Haukur “The Hawk” Hafsteinsson og Brynjar Már Karlsson á bassa.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við í bandinu mætum með dívuna Andrea hingað í Mosfellsbæinn“ segir Jonni. „Við höfum farið víða með tónleika okkar og m.a. til Chicago í vöggu blúsins.  Það verður því mjög gaman að spila með þessum listamönnum á heimaslóðum og við lofum léttum og skemmtilegum tónleikum þar sem við munu fara víða um í straumum og stefnum blússins. Maður þarf alls ekki að vera einhver blúsgeggjari til að njóta, þessi tónlist mun henta öllum og koma fólki í góðan gír fyrir helgina.“

Afturelding hvetur alla til að mæta á þennan merka menningarviðburð og eiga eftirminnilega kvöldstund en ágóði rennur til styrktar meistaraflokki karla í knattspyrnudeild.