Traustir bakhjarlar í boltanum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Fyrirtækin ættu að vera öllum Mosfellingum að góðu kunn en þetta eru annars vegar Ístex, sem framleiðir Lopa, band og ullarteppi úr íslenskri ull. Ístex er einnig með hönnun og viðamikla útgáfustarfsemi á prjónabókum. Ullarvinnslan í Mosfellsbæ hefur staðið samfleytt frá árinu 1896 áður undir nafninu Álafoss, en Ístex hf tók við starfseminni árið 1991. Ístex stendur fyrir Íslenskur textíliðnaður.
Hins vegar er það fyrirtækið Matfugl sem er einn stærsti framleiðandi kjúklingakjöts í landinu.  Með aukningu á hlutdeild kjúklingakjöts á kjötmarkaði er fyrirtækið einnig með hátt hlutfall á seldu kjöti á landsvísu. Meðal vörumerkja sem Matfugl framleiðir má nefna Móar, Ali, Íslandsfugl og ferskir kjúklingar.  Fyrirtækið er eitt það stærsta í Mosfellsbæ.

Í þakklætisskyni munu auglýsingar á fyrirtækjunum prýða bakið á keppnispeysum meistaraflokks karla í knattspyrnunni þar sem mikil uppgangur er um þessar mundir, enda stefnir liðið að fara upp um deild næsta sumar og sendir Knattspyrnudeild Aftureldingar Ístex og Matfugli kærar þakkir fyrir stuðninginn.

_________

Á myndinni má sjá:

Sitjandi:

Guðjón Kristjánsson framkvæmdastjóra Ístex, Pétur Magnússon formann meistaraflokksráðs karla og Svein Jónsson framkvæmdastjóra Matfugls

Standandi fyrir aftan: leikmenn meistaraflokks: Birgir Freyr Ragnarsson fyrirliði og Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban markaskorari