Dómaranámskeið !

Sunddeild Aftureldingar Sund

Dómgæslan er kjörin leið fyrir foreldra til að fá innsýn í sundíþróttina og
einnig gefur hún okkur ómetanlegt tækifæri til að taka þátt í því sem börnin
okkar eru að gera.

Flestir sunddómarar hætta að dæma um leið og börnin þeirra hætta að æfa
og keppa í sundi og því þarf stöðuga endurnýjun í dómarahópnum.
Í tengslum við sundmót Fjölnis sem fram fer dagana 3.-4. mars í
Laugardalslaug í Reykjavík, heldur Sundsamband Íslands dómaranámskeið í
Sundmiðstöðinni í Laugardal, Reykjavík, 2. hæð. Leiðbeinendur verða Ólafur
Baldursson og Björn Valdimarsson. Bókleg kennsla fer fram fimmtudaginn 1.
mars kl. 18-22. Verkleg kennsla verður síðan á Fjölnismótinu 3. og 4. mars.

Við hvetjum ykkur foreldrar sem áhuga hafið á því að taka þátt í starfinu að sækja þetta námskeið og efla þar með  hóp dómara sem Sunddeild Aftureldingar hefur á að skipa. Allar upplýsingar eru í viðhenginu hér fyrir neðan.

http://www.fjolnir.is/dotAsset/c9aa57ed-45d7-4720-be22-6b440c12fa6f.pdf