Afturelding deildarmeistari! – Leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding hafði betur gegn Hetti frá Egilsstöðum í lokaumferð 2. deildar karla. Úrslitin urðu 1-3 fyrir Aftureldingu en leikið var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Með sigrinum tryggði Afturelding sér deildarmeistaratitilinn og leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn í Hetti en Daníel Steinar Kjartansson kom Hetti yfir á 21. mínútu leiksins. Það var allt annað að sjá til liðs Aftureldingar í síðari hálfleik. Andri Freyr Jónasson skoraði tvívegis eftir góðan undirbúning frá Jasoni Daða Svanþórssyni. Það var að lokum fyrirliðinn Wentzel Steinarr Kamban sem gulltryggði sigurinn með frábæru marki þegar skammt var til leiksloka.

Afturelding hlaut 45 stig í sumar og urðu eftir í 2. deild karla. Grótta fer upp með Aftureldingu í Inkasso-deildina á sama stigafjölda en Afturelding var með betri markatölu og urðu því deildarmeistarar. Andri Freyr Jónasson var markakóngur í 2. deild karla. Hann skoraði alls 21 mark í 18 leikjum í sumar.

Leikur Hattar og Aftureldingar var í beinni útsendingu á AftureldingTV. Til hamingju strákar!