Mótið var afar vel heppnað en leikið var á 12 völlum og áætla starfsmenn mótins að þáttakendur og gestir á Tungubökkum hafi verið yfir 2.000 í prýðilegu veðri.
Eingöngu var leikið í 6.flokki karla en vegna óhagstæðrar veðurspár var sunnudagshluta mótins frestað um eina viku og mun það fara fram laugardaginn 6.september n.k.
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vill þakka þáttakendum og gestum kærlega fyrir komuna og sömuleiðis hinum fjölmörgu sjálfboðaliðum sem gerðu mótið mögulegt.
Þá fær Intersport á Íslandi innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.
Myndband frá mótinu má sjá með því að smella á tengilinn: http://youtu.be/x2V8tZqMOdA