Garpa sundæfingar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sundæfingar fyrir Garpa (25 ára og eldri) hefjast í Lágafellslaug 4. september nk. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 – 20.00. Æfingagjöld eru 5.500kr. á mánuði.

 

Þjálfari er Ragnheiður Sigurðardóttir (Ragga). Ragga þekkir vel til sundiðkunar. Hún er menntaður íþróttafræðingur og fyrrum yfirþjálfari sunddeildar Aftureldingar.

 

Skráning og greiðslur fara fram í skráningarkerfinu Nora inn á https://afturelding.felog.is/

 

Allar nánari upplýsingar hjá sund@afturelding.is eða hjá þjálfara:  raggasund@gmail.com sími 8671147.