Jafntefli í fyrsta leik í Pepsi deildinni.

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur en liðið fékk vítaspyrnu eftir nokkurra mínútna leik sem þær skoruðu úr og náðu þar með forystunni á fimmtu mínútu. Afturelding sótti undan sterkum vindi í fyrri hálfleik og var meira með boltann án þess að skapa mörg færi og staðan var 0-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var jafn, FH hafði nú vindinn í bakið og voru ívið sterkari framanaf en heimaliðið vann sig inní leikinn að nýju og gerði nokkrar atlögur að marki gestanna án þess að komast í gegnum vörn þeirra. Undir lokin fækkaði John Andrews þjálfari Aftureldingar í vörninni og það bar árangur þegar Sandra Dögg Björgvinsdóttir vann boltann af harðfylgni á miðjunni, kom honum á Ericu Henderson sem sótti fram ásamt Cörlu Lee. Carla kom boltanum á Kristínu Tryggvadóttur sem lagði boltann fallega í bláhornið, óverjandi fyrir markmann FH.

Jafntefli voru kannski sanngjörn úrslit þegar upp var staðið en lið FH lítur ágætlega út og á eflaust eftir að krækja í mörg stig í sumar. Afturelding spilaði boltanum vel og hefði e.t.v. getað fengið meira út úr leiknum en vantaði aðeins meiri nákvæmni í sóknarleiknum. Hjá Aftureldingu voru þær Sandra og Lára Kristín góðar á miðjunni og Erica Henderson sýndi lofandi takta í miðri vörninni auk þess sem Carla Lee var dugleg í sókninni. Stelpurnar neituðu að gefast upp og börðust allar sem ein til að fá eitthvað út út leiknum.

Af öflugri liðsheild er erfitt að taka eina útúr en undir lok leiksins var það Sandra Dögg sem með óþreytandi baráttu sinni hóf sóknina sem skilaði jöfnunarmarkinu og er því útnefnd maður leiksins.