Skólinn stendur yfir frá mánudegi til föstudags og hittast þar fulltrúar frá flestum aðildarfélögum KSÍ við æfingar og fræðslu. Hafa margir þekktir knattspyrnumenn stigið þar sín fyrstu skref í verkefnum hjá KSÍ.
Fulltrúi Aftureldingar þetta árið er Gunnar Ingi Garðarsson og sendir knattspyrnudeild honum sínar bestu kveðjur og vonar að dvölin á Laugarvatni verði skemmtileg og lærdómsrík.