Kristinn, sem er uppalinn Víkingur, lék með KV í 1. deildinni í fyrra og á alls yfir 50 leiki í efstu og 1. deild. Kristinn er á 23. aldursári og er varnarmaður sem getur bæði spilað í hjarta varnarinnar og í bakverði.
Knattspyrnudeild fagnar þessum liðsstyrk og ljóst að Kristinn mun koma til með að styrkja varnarleik liðsins í átökunum í sumar.
