Rétt er að taka fram að leikjaplanið er þó ekki endanlega staðfest en það gefur þó væntanlega nokkuð góða mynd af því hvernig það mun líta út: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=35643&Rodun=U
Afturelding hefur leik á heimavelli á miðvikudaginn 18.maí og mun taka á móti Augnablik úr Kópavogi en Augnablik er nokkurskonar venslafélag Breiðabliks og er því að mestu skipað Blikastúlkum. Þaðan liggur leið viku síðar á Seltjarnarnesið þar sem spilað verður við Gróttu og síðan kemur Keflavík í heimsókn.
Lokaspretturinn er svo gegn Grindavík á heimavelli þann 18.ágúst og gegn Fjölni í Grafarvoginum þar sem riðlakeppninni lýkur föstudaginn 26.ágúst.
Afturelding stefnir svo að sjálfsögðu á að komast í úrslitakeppnina sem hefst laugardaginn 3.september og lýkur með úrslitaleikjum þann 17.september.
Afturelding – knattspyrnudeild fridrikgunn@gmail.com