Leikjaplan í 1.deild kvenna komið út

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Rétt er að taka fram að leikjaplanið er þó ekki endanlega staðfest en það gefur þó væntanlega nokkuð góða mynd af því hvernig það mun líta út: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=35643&Rodun=U
Afturelding hefur leik á heimavelli á miðvikudaginn 18.maí og mun taka á móti Augnablik úr Kópavogi en Augnablik er nokkurskonar venslafélag Breiðabliks og er því að mestu skipað Blikastúlkum. Þaðan liggur leið viku síðar á Seltjarnarnesið þar sem spilað verður við Gróttu og síðan kemur Keflavík í heimsókn.

Lokaspretturinn er svo gegn Grindavík á heimavelli þann 18.ágúst og gegn Fjölni í Grafarvoginum þar sem riðlakeppninni lýkur föstudaginn 26.ágúst.

Afturelding stefnir svo að sjálfsögðu á að komast í úrslitakeppnina sem hefst laugardaginn 3.september og lýkur með úrslitaleikjum þann 17.september.

Afturelding – knattspyrnudeild fridrikgunn@gmail.com