Leikjaskipulag í 2.deild karla klárt

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding hefur keppni með ferðalagi til Ólafsfjarðar og mætir þar KF og fær svo Dalvík/Reyni í heimsókn viku seinna. Þar á eftir fylgir útileikur við Huginn á Seyðisfirði.

Deildinni líkur svo laugardaginn 20.september með heimaleik við Ægi frá Þorlákshöfn.

Afturelding hefur verið í toppbaráttunni í 2.deild síðustu tvö ár og nú er stefnan að sjálfsögðu sett á að komast aftur uppí 1.deild og festa liðið þar í sessi. Þjálfari Aftureldingar er Atli Eðvaldsson sem allir knattspyrnuáhugamenn kannast vel við.