Leikjaskipulag í Pepsideildinni klárt

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding hefur keppni með heimaleik gegn FH og heimsækir svo Val viku seinna. Þar á eftir fylgir heimaleikur við Selfoss.

Pepsideildar liðin koma inní bikarkeppni KSÍ 6.júní en deildinni sjálfri líkur svo laugardaginn 27.september með heimaleik við Fylki.

Afturelding er nú með lið í efstu deild í sjöunda árið í röð og er stefnan að sjálfsögðu sett á að að byggja á þeim árangri og festa liðið í sessi sem topplið í íslenskri kvennaknattspyrnu. Þjálfari er áfram John Henry Andrews og á næstunni má eiga von á góðum fréttum af leikmannamálum fyrir sumarið.