Penninn á lofti hjá meistaraflokki kvenna

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Penninn á lofti hjá okkur þessa dagana, Elín Ósk og Kolfinna ganga til liðs við félagið, Anna Pálína og Ólína Sif semja! Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir kemur til Aftureldingar/Fram frá Vestra á Ísafirði, Kolfinna sem er fædd árið 1998 á að baki 31 leik með uppeldisfélagi sínu Vestra, þá var Kolfinna reglulega í úrtaki fyrir landsliðæfingar yngri landsliða kvenna fyrir fáeinum árum.

Elín Ósk Jónasdóttir kemur til liðsins frá Haukum, hún á 23 meistaraflokksleiki fyrir uppeldisfélag sitt Víking Ólafsvík og skorað í þeim þrjú mörk.

Ólína Sif Hilmarsdóttir er ung og efnileg stúlka sem er uppalin í FRAM, hún er fædd árið 2001 og hóf sitt fyrsta alvöru meistaraflokkstímabil á síðasta ári en þá kom hún við sögu í sjö leikjum, þrjá í bikar og fjóra í deild.

Anna Pálína Sigurðsdóttir er uppalin leikmaður Aftureldingar, hún hefur leikið fyrir meistaraflokk félagsins síðastliðin tvö tímabil, á síðasta tímabili spilaði hún sjö leiki fyrir félagið í Inkasso deild kvenna.

Við erum í óða önn að stækka okkar hóp fyrir komandi átök og fögnum við komu Elínar og Kolfinnu til félagsins. Um leið erum við gríðarlega ánægð með að tveir af okkar uppöldu leikmönnum hafa skrifað undir samninga við félagið.

Mynd frá vinstri: Elín Ósk, Anna Pálína, Kolfinna Brá og Ólína Sif.