Afturelding/Fram semur við þrjá lykilleikmenn

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding/Fram hefur samið við þrjá af lykilleikmönnum félagsins þær Ingu Laufey Ágústsdóttur, Margrét Regínu Grétarsdóttur og Sigrúnu Gunndísi Harðardóttur en allar semja þær til loka árs 2020.

Stjórn sameiginlegs liðs Aftureldingar og FRAM er gríðarlega ánægt með að þessir leikmenn hafi samið til næstu tveggja ára. Þetta eru öflugar stúlkur jafnt innan vallar sem utan en allar hafa þær unnið fyrir félagið við þjálfun og gefið af sér til félagsins. Við erum ótrúlega stolt af því að þessar öflugu stúlkur séu áfram andlit félagsins út á við og leiki með liðinu næstu tvö árin hið minnsta.

Haldinn var opinn fundur um stöðu kvennaknattspyrnu í Mosfellsbæ í gær að Varmá. Skemmst er frá því að segja að á fundinum í gær var myndað nýtt meistaraflokksráð kvenna og er mikill hugur í fólki að standa vel að kvennaknattspyrnu í sveitarfélaginu um ókomin ár. Frábærar fréttir og er sannarlega spennandi sumar framundan.

Mynd frá vinstri: Margrét Regína Grétarsdóttir, Inga Laufey Ágústsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir.