Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta – Glæsilegir vinningar!

Meistaraflokkur kvenna í handbolta stendur fyrir stórglæsilegu happdrætti núna fyrir jólahátíðina. Happdrættið er fjáröflun fyrir flokkinn sem er í toppbaráttunni í Grill66-deild kvenna í handbolta.

Óhætt er að segja að glæsilegir vinningar séu í boði en meðal annars er hægt að vinna Nespresso kaffivél, gjafabréf frá Húsgagnahöllinni og margt fleira. Alls verða dregnir út 40 heppnir vinningshafar og því til mikils að vinna. Hver happdrættismiði kostar 1.500 kr.-

Hægt er að panta miða hjá leikmönnum meistaraflokks kvenna. Einnig verður hægt að kaupa happdrættismiða á opnunartíma skrifstofu Aftureldingar milli 13-16 á efri hæðinni að Varmá. Þeir sem vilja panta happdrættis miða er bent á að hafa samband með tölvupósti á handbolti@afturelding.is. Þeim miðum verður svo ekið heim að dyrum af leikmönnum meistaraflokks kvenna.

Þeir sem vilja styrkja mfl. kvenna í handbolta með kaupum á happdrættismiðum geta lagt inn á reikning: 0549 14 402109 kt. 460974-0119

Vinningar í jólahappdrætti mfl kvenna í handbolta