5. desember – Dagur sjálfboðaliðans

Árlega er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um heim allan.
„Íþróttahreyfingin á Íslandi er rík af sjálfboðaliðum sem bera uppi starf hreyfingarinnar og sinna mikilvægum verkefnum öllum stundum til að íþróttalífið megi blómstra og dafna í landinu. Án þeirra væri engin íþróttahreyfing.“

Við í Aftureldingu erum þar ekki undanskilin. Með okkur starfar  stór hópur af  frábæru fólki sem vinnur óeigingjarnt og gott starf í þágu Aftureldingar. Við erum ákaflega þakklát öllum þeim sjálfboðaliðum sem starfa með okkur. – Takk fyrir okkur –

Áfram Afturelding