Afturelding – HK tvíhöfði #égábaraeittlíf

Aftur er fjörugur miðvikudagur fyrir blakdeild Aftureldingar.

Bæði liðin okkar í Mizunodeild karla og kvenna taka á móti liðum HK miðvikudaginn 5 des. Kvennaleikurinn hefst kl 18:30 og karlaleikurinn í kjölfarið eða kl 20:30.

Leikurinn á miðvikudaginn verður tileinkaður minningarsjóð Einars Darra #égábaraeittlíf og rennur allur inngöngueyrir óskiptur til sjóðsins. Við hvetjum allt blakháhugafólk og Mosfellinga til að styðja við frábært málefni.

MARKMIÐ ÞJÓÐARÁTAKSINS

  • Sporna við og draga úr misnotkun fíkniefna, með áherslu á lyf
  • Opna umræðuna um misnotkun lyfja hér á landi
  • Auka þekkingu almennings á eðli og umfangi misnotkunar lyfja
  • Opna umræðu um vöntun á bættum meðferðarúrræðum

Við hvetjum okkar fólk til að mæta í rauðu á pallana og hvetja liðin okkar áfram.
Áfram Afturelding