Uppskeruhátíð Karatesambands Íslands

Uppskeruhátíð Karatesambands Íslands var haldin laugardaginn 1. desember, en þá eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Grand Prix mótaröðinni í hverjum flokki. Karatedeild Aftureldingar var með þrjá fulltúra í verðlaunasætum að þessu sinni.
Þorgeir Björgvinsson – fyrsta sæti í kata 13. ára. Hann var einnig í þriðja sæti í kumite 13. ára pilta.
Oddný Þórarinsdóttir – fyrsta sæti í kata 14-15. ára stúlkna.
Þórður Jökull Henrysson – þriðja sæti í kata 16-17. ára pilta.