Olís-deild karla: Afturelding mætir Gróttu

Það nóg um að vera í Olís-deild karla í handbolta og á sunnudag fer fram leikur Aftureldingar og Gróttu að Varmá. Mjótt er á mununum á toppi Olísdeildarinnar en Afturelding situr í 5. sæti deildarinnar með 11 stig. Grótta er í næstneðsta sæti með 6 stig og því er um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið.

Leikurinn hefst kl. 17.00 að Varmá og eru Mosfellingar hvattir til að fjölmenna og fylla stúkuna. Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta verður leikurinn í beinni á AftureldingTV.

ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA!

– Aðeins 3 leikir eftir fyrir Jól
Lið – Afturelding vs Grótta
Hvenær? – Sunnudagur 2. desember
Kl hvað? – 17:00
– MÆTA!

ÁFRAM AFTURELDING!