Djordje Panic til liðs við Aftureldingu

Kantmaðurinn Djordje Panic hefur gengið til liðs við Aftureldingu fyrir keppni í Inkasso-deildinni næsta sumar. Djordje er 19 ára gamall en hann á að baki leiki með U17 ára liði Íslands. Djordje kemur til Aftureldingar frá KR þar sem hann var lykilmaður í 2. flokki á síðasta tímabili.

Djordje spilaði í yngri flokkum Fjölnis áður en hann gekk til liðs við stórlið Rauðu Stjörnunnar þegar hann var 17 ára. Hann kom síðan til KR síðastliðið vor. Afturelding fagnar komu Djordje og hlakkar til að sjá hann í rauðu treyjunni.

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir næsta tímabil en næsti æfingaleikur strákanna okkar er gegn Fjölni í Egilshöll klukkan 16:30 á sunnudaginn.