Andri Freyr framlengir við Aftureldingu

Andri Freyr Jónasson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu um tvö ár. Andri Freyr varð markakóngur í 2. deildinni þegar Afturelding vann deildina síðastliðið sumar.

Andri skoraði 21 mark og var eftir tímabilið valinn besti leikmaður deildarinnar í kjöri þjálfara og fyrirliða. Andri bætist í hóp með tólf öðrum leikmönnum sem hafa skrifað undir samninga hjá Aftureldingu undanfarnar vikur. Afturelding fagnar undirskrift Andra og vonast til að sjá hann skora áfram í Inkasso-deildinni næsta sumar.