Opinn félagsfundur – Framtíð kvennaknattspyrnu í Mosfellsbæ

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Ungmennafélagið Afturelding mun standa fyrir opnum félagsfundi miðvikudaginn 5. desember næstkomandi kl. 20.00  í Vallarhúsinu að Varmá. Yfirskrift fundarins er framtíð kvennaknattspyrnu í Mosfellsbæ, einkum staða meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

Sameinað lið Aftureldingar/Fram leikur í Inkasso-deild kvenna. Í dag er ekki starfandi meistaraflokksráð í kringum liðið og veltur framtíð liðsins á því að finna sjálfboðaliða sem vilja halda utan um liðið og mynda meistaraflokksráð.

Allt áhugafólk um knattspyrnu og einkum kvennaknattspyrnu er hvatt til að fjölmenna til fundarins.