Petra Lind og Kristín Ösp til Aftureldingar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Petra Lind Sigurðardóttir er markmaður og kemur frá Þrótti á Neskaupstað. Petra á að baki 105 meistaraflokksleiki og hefur skorað 4 mörk sem er nokkuð gott af markmanni að vera. Undanfarið hefur hún leikið með Fjarðabyggð/Leikni en hún hefur reynslu úr efstu deild með KR, Breiðablik og Þór/KA þannig að hér er reynslumikill leikmaður á ferð sem mun styrkja hópinn okkar fyrir lokasprettinn í deildinni.

Kristín Ösp Sigurðardóttir kemur til liðsins frá Haukum þar sem hún hefur leikið allan sinn feril að undanskildu einu ári hjá Stjörnunni. Kristín sem er fædd 1993 hefur leikið 56 meistaraflokksleiki og skorað 6 mörk þar af 5 leiki með Stjörnunni í fyrra þegar þær bláklæddu unnu Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum.

Á sama tíma hafa þær Brynja Dögg Sigurpálsdóttir og Eva Rún Þorsteinsdóttir gengið til liðs við Hött frá Aftureldingu á lánssamning út tímabilið og munu leika með Egilstaðaliðinu í 1.deildinni. Katla Rún Arnórsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir sem voru hjá okkur á láni frá Val hafa verið kallaðar til baka og er þeim hér með þakkað þeirra framlag til félagins.