Leikurinn fer fram á Selfossvelli og hefst kl 14:00. Liðin hafa ekki mæst mjög oft undanfarin ár en í fyrra léku þau saman í Pepsideild í fyrsta sinn og bar þá Selfoss sigur úr býtum á heimavelli en jafntefli varð að Varmá. Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn í Lengjubikarnum og Selfoss á einn sigur að auki í Faxanum frá því í vetur. Þjálfari Selfoss er góðkunnningi Aftureldingar, Gunnar Borgþórsson.
Afturelding vann góðan sigur á Þrótti í síðasta leik og Selfoss vann FH á útivelli svo búast má við hörkuleik.
Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að bregða sér bæjarleið og kíkja á spennandi leik og mælir einnig með að menn geri sér ferð úr bústaðnum, vopnaðir rauðri flík og skelli sér á völlinn !