Þetta eru þær Edda Mjöll Karlsdóttir sem kemur til okkar frá Stjörnunni og Tinna Björk Birgisdóttir sem kemur frá Fram.
Edda Mjöll er tvítug að aldri og er uppalin hjá Breiðablik. Hún gekk svo til liðs við Stjörnuna en hefur leikið á Álftanesi undanfarin tvö sumur á láni frá Garðbæingum. Hún á að baki 35 meistaraflokksleiki með Breiðablik, Stjörnunni og Álftanesi og hefur skorað 11 mörk
Edda er leikmaður sem býr mikið í, hún spilar sem kantmaður, miðjumaður eða framherji. Hún er sterk, fljót og er með eitraðan fót og er góð viðbót við leikmannahópinn
Tinna Björg er einnig tvítug og eins og Edda uppalin hjá Breiðablik. Tinna kom við hjá Fram á leið sinni í Mosfellsbæinn og spilaði með þeim 14 leiki í 1.deildinni í sumar. Samtals á Tinna 17 meistaraflokksleiki að baki og 1 mark og þá lék hún 3 leiki með U17 á sínum tíma.
Hún er mikill karakter og spilar sem varnar- eða miðjumaður. Hún er sterk og yfirveguð á velli og er einnig góð viðbót við leikmannahópinn.
Knattspyrnudeild býður þær Eddu og Tinnu velkomnar í hópinn en þær skrifuðu báðar undir tveggja ára samning við félagið.