Meistaraflokkur karla í knattspyrnu er nú formlega kominn af stað með undirbúning fyrir næsta tímabil en liðið tekur þátt í Fótbolta.net mótinu sem hófst nú um helgina.
Afturelding mætti liði Víkings frá Ólafsvík í Kórnum og lauk leik með 3-1 sigri 1.deildarliðs Víkings. Ingólfur Sigurðsson (2) og Steinar Már Ragnarsson skoruðu mörk Víkinga en Gunnar Wigelund mark Aftureldingar og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik.
Grótta og Njarðvík eru einnig í riðli með strákunum og munu þeir mæta þeim á næstunni. Heimaleikir Aftureldingar fara fram í hinni glæsilegu byggingu Kórnum í Kópavogi þar sem ekki er aðstaða til knattspyrnuleikja í Mosfellsbænum vegna vetrarríkis undanfarið.
Byrjunarlið Aftureldingar í leiknum var þannig skipað: 12. Sigurbjartur Sigurjónsson (M), 2. Aron Elfar Jónsson, 5. Einar Marteinsson, 7. Gunnar Wigelund, 8. Steinar Ægisson, 9. Wentzel Steinarr Kamban, 11. Atli Albertsson, 17. Þorgeir Leó Gunnarsson, 18. Sævar Freyr Alexandersson (F), 24. Birkir Þór Guðmundsson og 42. Arnór Breki Ásþórsson. Varamenn voru: 1. Eiður Ívarsson (M), 3. Andri Hrafn Sigurðsson, 4. Hilmir Ægisson, 10. Kristófer Örn Jónsson, 13. Sindri Snær Ólafsson, 19. Valgeir Steinn Runólfsson og 22. Gunnar Logi Gylfason.
Næsti leikur er gegn Gróttu á föstudaginn kemur.