Undirbúningstímabilið hafið hjá strákunum okkar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Alls tóku 19 leikmenn þátt í leiknum fyrir hönd Aftureldingar og þar af leiðandi gott tækifæri fyrir menn að láta ljós sitt skína.

Afturelding sótti af krafti strax í byrjun og skapaði 2 dauðafæri snemma leiks en þau fóru forgörðum. Hálfleikstölur voru 0-0 þar sem Mosfellingar voru sterkari aðilinn og klaufar að vera ekki búnir að gera 2-3 mörk.

Það var síðan Steinar Ægisson sem kom Aftureldingu yfir snemma í seinni hálfleik með góðu skoti í stöngina og inn af hinum fræga D-boga. Í kjölfarið jók Gunnar Wigelund svo forskotið í 2-0 eftir frábært einstaklingsframtak.

Þróttarar minnkuðu muninn í 2-1 með marki beint úr aukaspyrnu og þar við sat og góður 2-1 sigur í fyrsta leik okkar manna.

Afturelding var sterkari aðilinn í leiknum og frammistaðan prýðileg heilt yfir og margt jákvætt hægt að taka úr leiknum.