52 leikir spilaðir í yngri flokkum körfunnar í liðinni viku!

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

1-4.bekkurinn okkar spilaði á Jólamóti Vals núna um helgina þar sem gleðin var við völd.  Við mættum með 11 strákalið og eitt stelpulið á mótið, hvert lið lék fjóra leiki og því voru um 48 leikir spilaðir af okkar fólki um helgina.    Hátt í 50 krakkar fóru frá okkur og hafði Óli Jónas á orði hversu frábærir krakkarnir voru, mikil gleði og fjör.

10.flokkur  lék síðastliðin miðvikudag gegn Grindavík á heimavelli í Varmá en eins og áður hefur komið fram þá er 9. flokkur fjölmennur hópur og við reynum að dreifa álaginu þannig að sem flestir fái tækifæri til þess að spila gegn eldri leikmönnum annarra liða. Strákarnir spiluðu leikinn vel og sigruðu nokkuð örugglega 78-62.

9.flokkur sem eru strákar fæddir 2009 og sendir Afturelding tvö lið til keppni á Íslandsmótinu.  A-liðið leikur í 1.deild og B-liðið leikur í 4.deild en B-liðið spilaði einmitt tvo leiki um helgina báða á útivelli.  Fyrri leikinn spiluðu þeir í gær laugardag gegn Haukum-b.  Úr varð hörkuleikur þar sem strákarnir okkar sigldu sigrinum í land í lokin 45-36.  Þeir léku síðan aftur í dag einnig á útivelli í Skógarseli gegn ÍR.   Skemmst frá því að segja að strákarnir léku við hvurn sinn fingur og sigruðu nokkuð sannfærandi 77-29.  Þeir leika síðan lokaleik sinn fyrir jól og áramót á miðvikudag í Varmá gegn Stjörnunni c og hvetja þeir alla til þess að skella sér í Varmánna og hvetja hópinn áfram.

A-liðið lék síðan fyrr í morgun gegn Aþenu/Leikni en vanalega hafa þetta verið hörkuleikir.  Strákarnir komu frábærlega stemmdir til leiks þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi.  Héldu Aþenustrákum í 9 stigum í fyrsta leikhluta og 20 stigum í hálfleik.  Sóknarleikur Aftureldingar var síðan einnig flottur og sigruðu þeir leikinn nokkuð sannfærandi 58-39.

Virkilega flott liðsframmistaða hjá þessum hópum okkar og nú er um að gera að vera duglegir að æfa í jólafríinu, leggja mikið á sig og uppskera eftir því á nýja árinu.

 

Áfram Afturelding Körfubolti