Í dag fór fram leikur 2 í úrslitaeinvígi Aftureldingar og KR um Íslandsmeistaratitilinn í 9. flokki drengja í körfubolta. Fyrri leikinn sigraði Afturelding vestur í bæ. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér titilinn. KR tók forystu í leiknum og leiddi mestan partinn en undir lokinn náðu okkar menn í Aftureldingu að minnka muninn í 2 stig. En því miður náðist ekki að fylgja því eftir og endaði leikurinn sigri KR, 62-69, eftir hörku baráttu.
Stuðningurinn í stúkunni var frábær og voru vel yfir 300 manns mætt á leikinn. En nú er komið að oddaleik sem haldinn verður á Meistaravöllum á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 18:00. Það væri gaman að sjá sem flesta mæta vestur í bæ og mála KR-heimilið rautt.
Kærar þakkir fyrir komuna í Varmá í dag, sjáumst aftur á miðvikudaginn.
Áfram Afturelding!
myndir – Bára Dröfn Kristinsdóttir