Körfuboltadeild Aftureldingar ætlar að bjóða upp á æfingar núna í jólafríinu eins og áður!
Okkur finnst svo skemmtilegt að æfa og vera saman og því kjörið að bjóða upp á æfingar fyrir þá sem langar að æfa meira og vera fyrr á daginn nú þegar grunnskólarnir fara í jólafrí. Við munum bjóða 5.-10.bekk að æfa og allir velkomnir að mæta. Þau ykkar sem komin eru í jólagírinn og ætlið að hafa ykkar börn í fríi þá hefjast æfingar skv. æfingatöflu 2.janúar nk. Vonandi sjáum við sem flesta okkar iðkendur nýta þessar æfingar en allar æfingar eru komnar á Sportabler.

Stjórn KKD-Aftureldingar, þjálfarar og allir þeir sem að deildinni koma vilja þakka ykkur öllum fyrir frábært ár og hlökkum við til þess að efla og stækka körfuboltann í Mosfellsbæ ennþá meira á komandi ári.
Áfram Afturelding Körfubolti