Sigur á Meistaravöllum

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Í kvöld fór fram fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi 9. flokks drengja í körfubolta.  KR sem varð í öðru sæti í deildinni í vetur mætti Fjölni í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum mætti Afturelding liði Stjörnunnar sem var í efsta sæti deildarinnar í vetur.  Í þeim leik hafði Afturelding betur.  Það var því lið Aftureldingar sem mætti á Meistaravelli í kvöld og atti kappi við KR.  Okkar menn tóku forystu í fyrsta leikhluta og leiddu með 20 stigum gegn 7 stigum heimamanna.  Í öðrum leikhluta náði KR að saxa á forskot Aftureldingar og var staðan 29-33 fyrir Aftureldingu.  KR náði áfram að minnka forskotið í þriðja leikhluta og náðu heimamenn að skora þriggja stiga körfu í lok leihlutans og leiddu með 3 stigum.  Afturelding náði gáðum loka leikhluta og landaði 4 stiga sigri, 53-57, og leiðir því einvígið.

Næsti leikur verður í Varmá á föstudaginn og hefst leikurinn klukkan 18:00.  Viljum hvetja stuðningsmenn Aftureldingar að fjölmenna og styðja drengina í báráttunni til Íslandsmeistara.

Áfram Afturelding.