Sumarnámskeið Aftureldingar og Subway

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Skráning á Ágústæfingarnar er farinn af stað !

8-11 ágúst og 14-18 ágúst 
Verð: kr 6000 fyrir eina viku, kr 10.000 ef greitt er fyrir 2  vikur. 


Þá förum við af stað með seinni hluta sumarskóla Aftureldingar. En fyrri hlutinn heppnaðist frábærlega þar sem við enduðum á því að fá Martin Hermansson og Hildi Björg landsliðsmenn í heimsókn til okkar. Við ætlum aðeins að breyta fyrri hlutanum en þá hefjum við leik 09.00 í stað 10.00 – en eftir sem áður erum við til 12.00 , fimm daga vikunnar eftir hádegi verða síðan körfuboltaæfingar frá 12.30-14.00
Í lok hvors námskeiðs verður síðan öllum þáttakendum gefin bolur og óvæntur glaðningur ásamt því að landsliðsfólk okkar kíkir í heimsókn.

Leikjanámskeið 7-10 ára ( 2-5.bekkur)
Skemmtilegt leikjanámskeið þar sem markmiðið er að hafa körfubolta í hönd, fara í leiki en fyrst og fremst að hafa gaman. Námskeiðið er ætlað bæði stúlkum og drengjum og vonumst við til þess að sjá sem flesta koma og prófa.
Leikjanámskeiðið er mánudaga – föstudaga frá 09.00-12.00 ( ath nýr tími)

Sumaræfingar 10-13 ára ( 5-7.bekkur)
Á sumaræfingum verður lögð áhersla á einstaklingsmiðaðar sér-æfingar eins og sóknarhreyfingar, dripl, skot og sendingar sem miða að því að bæta og styrkja viðkomandi iðkenda í íþróttinni þannig að hann mæti vel undirbúin fyrir veturinn.
Sumaræfingar verða mánudaga til fimmtudaga 12.30-14.00
Yfirþjálfari verður Sævaldur Bjarnason sem hefur mikla reynslu af þjálfun, meistaraflokka, yngri landsliða og yngri flokka. Honum til halds og traust verða síðan leikmenn og áhugasamir þjálfarar.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá í saebi@simnet.is og 893-8052 eða á facebook síðu körfunnar https://www.facebook.com/groups/1624978377752935/

Skráning fer fram í gegnum Nóra skráningakerfi Aftureldingar https://afturelding.felog.is/
en einnig er hægt að mæta bara á staðinn og fer þá skráning fram.