Afturelding sigraði HK, 3:1, í Mizuno-deild karla í blaki í Fagralundi á laugardaginnær og náði þar með að hefna fyrir sams konar tap þegar liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar á dögunum.
HK vann fyrstu hrinuna 25:22 en Afturelding hinar 25:22, 25:23 og 25:17.
Stigahæstir í liði HK voru þeir Theódór Óskar Þorvaldsson sem skoraði 13 stig og Kjartan Fannar Grétarsson sem skoraði 12 stig.
Í liði Aftureldingar átti Piotr Kempisty stórleik en hann skoraði samtals 32 stig. Næststigahæstur var miðjumaðurinn Antonio Burgal, en hann skoraði 14 stig.